Sparperur hækka hratt í verði

Verð á sparperum hefur hækkað hratt í ríkjum Evrópusambandsins í kjölfar þess að sambandið tilkynnti árið 2008 að framleiðsla og sala á hefðbundnum 60 vatta glóperum yrði bönnuð innan þess frá og með 1. september næstkomandi. Breska dagblaðið Daily Telegraph fjallar um þetta í dag.

Tilgangurinn með banninu er að spara raforku að sögn ESB en víða innan sambandsins er slík orka framleidd með mengandi aðferðum líkt og með brennslu kola. 

Framleiðendur sparpera segja að ástæðan fyrir hækkuninni á verði þeirra sé hækkandi verð á hráefnum sem nota þurfi í þær. Á sama tíma hefur verð einnig hækkað á 60 vatta glóperum samhliða því sem fólk reynir að birgja sig upp af þeim áður en sölu á þeim verður hætt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert