Jarðskjálfti í Bandaríkjunum

Jarðskjálfti, sem mældist 5,3 stig, varð í fjallahéruðum á mörkum Colorado og Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum í nótt. Jarðskjálftar eru afar sjaldgæfir á þessum slóðum.

Skjálftinn varð laust fyrir miðnættið að staðartíma, 5:46 að íslenskum tíma. Upptök hans voru 290 km suður af Denver á fjögurra kílómetra dýpi.  

Einhverjar skemmdir urðu á vegum  og byggingum en ekki er vitað til að neinn hafi sakað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert