Slóveninn Luka Doncic fór fyrir sínum mönnum í sigri Dallas Mavericks á Oklahoma City Thunder, 104:92, í fimmta leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar í bandarísku NBA-deildinni í körfubolta í Oklahoma í nótt.
Dallas Mavericks er því komið yfir, 3:2, en fjóra sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslit Vesturdeildarinnar.
Doncic var með þrefalda tvennu en hann skoraði 31 stig, tók tíu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar.
Shai Gilgeous-Alexander var þá stigahæstur hjá Oklahoma með 30 stig.