Yrði paradís hægrimanna

Sýn listamanns á hvernig nýtt samfélag gæti litið út.
Sýn listamanns á hvernig nýtt samfélag gæti litið út. Mynd/Seasteading.org

Auðkýfingurinn Peter Thiel, stofnandi PayPal, hefur lagt fé í verkefni sem felur í sér þróun og uppbyggingu nýrra þjóðríkja á fljótandi prömmum. Eru þjóðríkin nýju sögð mundu kunna að reynast paradís hægrimanna enda væri þar engin velferð og engin lágmarkslaun.

Það er stofnunin Seastanding Institute sem fer fyrir verkefninu en formaður hennar er Patri Friedman, barnabarn Miltons Friedman, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði.

Er jafnvel horft til þess að framkvæmdir gætu hafist undan ströndum San Francisco þegar á næsta ári.

Hefur Thiel lagt sem svarar um 143 milljónum króna í verkefnið og hafa aðstandendur þess því talsvert starfsfé í farteskinu.

Áhugasamir geta nálgast vefsíðu stofnunarinnar hér.

Minna þessar hugmyndir óneitanlega á draumsýn hugvitsmannsins Jacque Fresco en lauslega er fjallað um hana í þessu myndskeiði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert