Varaði við Breivik í mars

Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik í haldi lögreglu.
Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik í haldi lögreglu. Reuters

Norska tollgæslan segist hafa varað öryggislögreglu Noregs, PST, við hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik í mars síðastliðnum í tengslum við alþjóðlegar aðgerðir til þess að hafa uppi á hugsanlegum hryðjuverkamönnum. Norska ríkisútvarpið NRK fjallar um þetta á fréttasíðu sinni.

Umræddar aðgerðir nefndust á ensku „Operation Global Shield“ og var hrundið af stokkunum 1. nóvember á síðasta ári. Markmiðið með þeim var að koma í veg fyrir verslun með hættuleg efni þvert á landamæri og hindra þannig mögulega hryðjuverkamenn sem hefðu í hyggju að smíða sprengjur.

Tollgæslan hafði samband við PST í kjölfar þess að Breivik keypti slík efni frá Póllandi í gegnum netið. Hann sprengdi sprengju í miðborg Óslóar í júlí og myrti í kjölfar þess tugi ungmenna á norsku eyjunni Útey.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert