Tólf fórnarlömb Írenu

Asbury Park í New Jersey í morgun.
Asbury Park í New Jersey í morgun. Reuters

Nú er ljóst að tólf manns hið minnsta hafa látið lífið í Bandaríkjunum af völdum fellibylsins Írenu. Flest dauðsföllin voru í Norður-Karólínu þar sem óveðrið gekk á land í gær en þá var vindhraðinn 39 metrar á sekúndur. Síðan hefur dregið úr veðrinu.

Sex hafa látið lífið í Norður-Karólínu, þrír í Virginíu og einn í Connecticut, einn á Flórída og einn í Maryland. 11 ára drengur lést í Virginíu þegar tré féll á hús hans og 15 ára stúlka lést í bílslysi í Norður-Karólínu þegar umferðarljós hættu að virka þegar rafmagn fór af.  

Um 4 milljónir manna á austurströnd Bandaríkjanna eru án rafmagns en á einhverjum svæðum er rafmagn að komast á aftur. Ljóst þykir, að tjón af völdum óveðursins er gríðarlegt. Chris Christie, ríkisstjóri í New Jersey, sagðist í dag áætla að meta megi tjónið á tugi milljarða dala.  

Sá fellibylur, sem valdið hefur mestu eignatjóni í sögu Bandaríkjanna, er Katrína, sem fór yfir New Orleans árið 2005. Tjón af völdum þess fellibyls er áætlað yfir 100 milljarðar dala. 

Gervihnattamynd sem sýnir hvar Írena var klukkan 10 í morgun …
Gervihnattamynd sem sýnir hvar Írena var klukkan 10 í morgun að íslenskum tíma. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert