Palin segir að það sé pláss fyrir fleiri

Sarah Palin
Sarah Palin Reuters

Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri í Alaska, segir að það sé pláss fyrir fleiri frambjóðendur í prófkjöri Repúblikanaflokknum vegna forsetakosninganna sem fram fara á næsta ári. Hún vill þó ekki taka af skarið með það hvort hún ætli að bjóða sig fram.

Palin var varaforsetaefni John MaCain í forsetakosningunum 2008. Hún ætlar síðar í dag að ávarpa ráðstefnu Teboðs-hreyfingarinnar sem sækir fylgi sitt til hægrisinnaðra kjósenda í Bandaríkjunum. Palin vill engu svara um hvenær hún ætlar að taka af skarið um framboð en fastlega er búist við að hún muni í þessum mánuði taka ákvörðun um hvort hún tekur þátt í baráttunni um útnefningu frambjóðanda Repúblikanaflokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert