Hafísinn í sögulegu lágmarki

Hafís í norðurhöfum er nú með minnsta móti. Myndin var …
Hafís í norðurhöfum er nú með minnsta móti. Myndin var tekin út af Vestfjörðum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hafís á norðurskautssvæðinu er nú með minnsta móti. Vísindamenn við háskólann í Bremen mældu ísinn vera 4,24 milljónir ferkílómetra hinn 8. september og hefur hann aldrei mælst minni frá árinu 1972. Ísinn er enn að bráðna svo enn getur dregið úr ísmagninu, samkvæmt erlendri hafíssíðu.

Fyrra lágmark mældist 17. september 2007 en þá þakti hafísinn 4,27 milljónir ferkílómetra. Tölur háskólans í Bremen um útbreiðslu hafíss á norðurskautssvæðinu ná aftur til 1972 þegar farið var að beita gervihnöttum við mælingarnar. Vísindamennirnir telja að útbreiðsla hafíssins hafi ekki verið jafn lítil og nú um þúsundir ára.

Niðurstöður annarra mælinga sem gerðar hafa verið á hafísnum á norðurhjara benda í sömu átt - að útbreiðsla hafíssins sé nú í sögulegu lágmarki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert