1.500 deyja í ofbeldisverkum á dag

1.500 manns deyja að jafnaði daglega vegna vopnaðs ofbeldis.
1.500 manns deyja að jafnaði daglega vegna vopnaðs ofbeldis. mbl.is

1.500 manns deyja að jafnaði á dag í heiminum vegna vopnaðra ofbeldisverka. Þetta kom fram á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Genf í Sviss í dag. Formaður þróunar- og samvinnustofnunar Sviss kallaði eftir aðgerðum til að sporna gegn vopnuðu ofbeldi.

Fyrir utan öll þau líf sem lögð eru í rúst vegna vopnaðs ofbeldis má áætla að kostnaðurinn vegna þess sé um 160 milljarðar Bandaríkjadala á ári samkvæmt áætlun svissneskra yfirvalda. Alls taka 400 fulltrúar frá 80 löndum nú þátt í tveggja daga ráðstefnu í Sviss, þar sem markmiðið er að fara yfir hvaða árangur hafi náðst við að framfylgja Genfar-yfirlýsingunni frá 2006, en samkvæmt henni er stefnt að því að draga markvert úr vopnuðu ofbeldi fyrir árið 2015.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að árlega deyja 526.000 manns vegna ofbeldis og þar af falla aðeins 55.000 manns í stríðsátökum eða hryðjuverkum. Mið-Afríka er það svæði heims þar sem ofbeldi er mest og er dánartíðni vegna vopnaðs ofbeldis hæst í El Salvador.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert