Grikkir valda glundroða

Evrur
Evrur Reuters

Sú ákvörðun grískra stjórnvalda að bera björgunarpakka Evrópusambandsins undir þjóðaratkvæði hefur leitt til „umtalsverðrar óvissu" og er „allt annað en hjálplegt" að mati formanns sambands einkabanka í Þýskalandi.

„Óvissan sem þessu fylgir mun líklega vara vikum saman og er fyrir vikið allt annað en hjálpleg við að reyna að koma á stöðugleika í aðstæðum sem eru alveg nógu erfiðar fyrir," hefur Afp eftir Michael Kemmer. Þjóðaratkvæðagreiðslan hefur leitt til „umtalsverðrar óvissu" á mörkuðum að sögn Kemmer, en evrópskir hlutabréfamarkaðir hríðféllu í kjölfar fregnanna.

Kemmer segir að úrvinnsla á ýmsum mikilvægum atriðum frá evruráðstefnunni muni nú tefjast eða í versta falli verða settar á ís um óákveðinn tíma. „Þar að auki er algjörlega óvíst hvað muni gerast ef gríska þjóðin hafnar björgunarpakkanum," sagði hann.

Óvænt yfirlýsing gríska forsætisráðherrans George Papandreou um þjóðaratkvæðagreiðslu er sögð hafa aukið enn á kreppuna sem evran er er og hafa margir furðað sig á ákvörðun hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert