Þjóðverjar aðvara Grikki

Hálfmáni yfir Parthenon sem situr á Akrópólis-hæð í Aþenu.
Hálfmáni yfir Parthenon sem situr á Akrópólis-hæð í Aþenu. Reuters

Þýsk stjórnvöld segja að það komi ekki til greina að semja upp á nýtt um aðgerðir evruríkjanna til að forða Grikkjum frá þjóðargjaldþroti. Þjóðverjar munu funda með Frökkum og Grikkjum um stöðu mála á morgun.

Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, segir að það komi ekki til greina að hefja nýjar viðræður um samkomulagið sem náðist í síðustu viku. Þetta kemur fram á vef BBC.

George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, mun hitta Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, á morgun.

Papandreou kom flestum í opna skjöldu í gær þegar hann boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um björgunarpakka evruríkjanna. Talið er að hún muni fara fram í desember.

Gríska ríkisstjórnin hefur lýst yfir stuðningi við ákvörðun Papandreou. Hann sagði á neyðarfundi sem ríkisstjórnin hélt, að með þjóðaratkvæðagreiðslunni muni stjórnvöld fá skýrt umboð varðandi aðhaldsaðgerðirnar sem evruríkin hafa farið fram á að Grikkir grípi til svo þeir geti fengið neyðaraðstoð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert