Vændiskonur, hanar og dóp í fangelsi

Lögreglan að störfum í orlofsbænum Acapulco
Lögreglan að störfum í orlofsbænum Acapulco Reuters

Mexíkóska lögreglan kom föngum og fangavörðum á óvart með skyndirannsókn í fangelsi í Acapulco í dag. Meðal þess sem fannst við leitina voru nítján vændiskonur, tveir fullir pokar af maríjúana og 100 hanar sem áttu að taka þátt í hanaslag.

Alls tóku 500 lögreglumenn þátt í aðgerðinni en hún var liður í undirbúningi á flutningi 60 fanga í annað fangelsi aðfararnótt mánudags, segir Arturo Martinez, talsmaður fíkniefnalögreglunnar í Guerrero-ríki.

Sex kvenfangar reyndust einnig vera í þeim hluta fangelsisins sem á einungis að hýsa karlkynsfanga, oddhvöss vopn, tveir páfuglar auk alls kyns munaðarvarnings sem ekki á að vera í fangelsum.

Einungis tvö ríki í Mexíkó, Chihuahua og Nuevo Leon, eru með hærri morðtíðni heldur en Guerrero. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru 1.348 myrtir í Guerrero. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert