Monti segir framtíð evrunnar hvíla á Ítalíu

Mario Monti, nýr forsætisráðherra Ítalíu.
Mario Monti, nýr forsætisráðherra Ítalíu. Reuters

Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, segir framtíð evrunnar hvíla á öxlum Ítalíu. Þetta kom fram í ræðu Montis fyrir ítalska þinginu í dag um hugmyndir sínar varðandi lausnir á skuldavanda evrusvæðisins. Ræðan var sú fyrsta sem Monti flytur fyrir þinginu sem nýr forsætisráðherra Ítalíu.

„Framtíð evrunnar ræðst einnig af þeim aðgerðum sem Ítalía tekur á næstu vikum,“ sagði Monti í ræðu sinni og bætti við að teknókratísk ríkisstjórn sín myndi grípa til „niðurskurðar“ sem yrði jafnaður út með „hagvexti og jöfnuði“.

Monti benti einnig á að skortur á hagvexti hefði gert þær „fórnir“ sem Ítalir hafa núþegar fært að engu. Loks lofaði Monti að virða þann tímaramma sem settur hafði verið og jafna þannig út fjárlög Ítalíu fyrir árið 2013 með því að smækka hið ógurlega fjall sem skuldir hins opinbera eru farnar að mynda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert