Norðmenn sluppu vel undan veðrinu

Vegna hárrar sjávarstöðu við Noreg var óttast að sjórinn gengi …
Vegna hárrar sjávarstöðu við Noreg var óttast að sjórinn gengi á land í óveðrinu í nótt en lítið varð um tjón. Rax / Ragnar Axelsson

Noregur slapp betur en Færeyjar í óveðrinu mikla sem þar gekk yfir í nótt. Að sögn NRK varð lítið tjón  þar sem stormurinn geisaði. Lögregla segir koma á óvart hve nóttin hafi verið róleg þrátt fyrir hávaða í veðrinu.

Norska veðurstofan gaf í gær út viðvörun um hættuástand vegna yfirvofandi ofsaveðurs í Mærum, Raumsdal og annars staðar í Norður-Noregi. Þó var tilkynnt um hugsanlegt tjón á smábátum vegna mikillar ölduhæðar og um tré sem féllu yfir vegi. Þakplötur tókust á loft og jólaskraut fauk sumstaðar burt. Ekkert tjón var hinsvegar á fólki.

Norska veðurstofan segir nú að það versta sé liðið hjá og veðrið muni ganga niður þegar líður á daginn. Þó er búist við miklum rigningum um vestanvert landið um helgina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert