Táragasi beitt í Grikklandi

Reuters

Mikil mótmæli eru nú fyrir utan gríska þingið í Aþenu á meðan þingmenn ræða erfiðan  niðurskurð í opinberum útgjöldum. Talið er að tugþúsundir mótmælenda séu saman komnar fyrir utan þinghúsið og hefur lögreglan í Aþenu m.a. þurft að beita táragasi til að hafa hemil á ástandinu.

Inni í þinghúsinu ríkja harðar deilur á milli þingmanna og hefur forseti landsins, Lukas Papademos, varað við efnahags- og félagslegri ringulreið verði niðurskurðartillögurnar ekki samþykktar.

Forsenda 130 milljarða evra neyðarláns Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Grikkja er þriggja milljarða evra niðurskurður í ríkisútgjöldum.

Reikna má með atkvæðagreiðslum á gríska þinginu seint í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert