Obama óttast evrukreppuna

BRENDAN SMIALOWSKI

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, þrýstir á leiðtoga Evrópu um að finna lausn á efnahagsvanda evrusvæðisins. Það er mat forsetans að vandamál Evrópu dragi úr efnahagsbata Bandaríkjanna en nýjar tölur sýna að atvinnuleysi er að aukast á ný og batinn er ekki jafngóður og vonir stóðu til.

Ummæli Obama komu í kjölfarið á ósk Spánverja um neyðarlán en óvíst er hvort neyðarlánið róar markaði í Evrópu. Þá varaði Obama Grikki við því að kljúfa sig út úr evrusamstarfinu.

„Það er allra hagur að Grikkland haldi áfram að vera innan evrusvæðisins,“ sagði forsetinn

Bandarískir stjórnmálaspekingar telja að vandi evrusvæðisins sé smitandi fyrir bandarískt efnahagslíf og það geti skaðað Obama í forsetakosningunum í vor. Mikilvægt sé fyrir forsetann að sýna fram á að hagkerfið sé að taka við sér en umskipti í bandaríska hagkerfinu hafa verið hæg í hans forsetatíð.

Barack Obama mun hitta leiðtoga stærstu hagkerfa Evrópu á G-20-fundi í Los Cabos í Mexíkó 18. og 19. júní og er búist við að á þeim fundi verið gerð tilraun til að finna lausn á vandamálum evrusvæðisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert