Kröfu Assange hafnað

Julian Assange stofnandi WikiLeaks.
Julian Assange stofnandi WikiLeaks. AFP

Hæstiréttur í Bretlandi hefur hafnað kröfu Julians Assange, stofnanda WikiLeaks, um að framsalsbeiðni sænskra yfirvalda yfir honum verði endurskoðuð. Assange fór fram á það við  breska dómstóla að áfrýjun hans gegn framsalinu yrði endurskoðuð og lá þessi niðurstaða fyrir í dag.

Assange hefur barist gegn framsali til Svíþjóðar frá því í desember 2010, en þá var hann handtekinn í London. Hæstiréttur í Bretlandi úrskurðaði í seinasta mánuði að Assange skyldi framseldur til Svíþjóðar, en hann er þar eftirlýstur í tengslum við nauðgun og kynferðislega árás.

Lögmenn Assange halda því fram að saksóknarinn í Svíþjóð hafi engan rétt til þess að láta lýsa eftir Assange.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert