Hnífjafnt í grísku þingkosningunum

Kjósandi í Grikklandi fer vel yfir lista frambjóðenda áður en …
Kjósandi í Grikklandi fer vel yfir lista frambjóðenda áður en hann greiðir atkvæði sitt. AFP

Nýi lýðræðisflokkurinn og vinstriflokkurinn Syriza fá jafn mikið fylgi í grísku þingkosningunum sem fram fóru í dag samkvæmt útgönguspám. Spárnar benda einnig til þess að flokkur nýnasista, Gullin dögun, fái um 6-7% fylgi, svipað og hann fékk í kosningunum fyrr á árinu. Ekki náðist að mynda ríkisstjórn að þeim kosningum loknum og því var boðað til kosninga á nýjan leik.

Flokkarnir tveir sem mests fylgis njóta, um 27-30% atkvæða hvor samkvæmt útgönguspánni, eru hvor á sínum enda stjórnmálanna. Nýi lýðræðisflokkurinn styður samkomulag við ESB og AGS en Syriza ekki.

Útgönguspárnar voru gefnar út um leið og kjörstöðum í landinu var lokað en úrslit verða þó ekki ljós fyrr en síðar í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert