Tveir Íranir voru handteknir í vikunni í Kenía í kjölfarið af ábendingu frá Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn vöruðu upphaflega Kenía við hugsanlegri hryðjuverkaárás, en ekki er vitað hverjir mennirnir eru. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnvöldum í Teheran.
„Við vitum ekki hverjir mennirnir eru, en íranska sendiráðið í Nairobi hefur verið sett í málið. Svo lengi sem við vitum ekki hverjir mennirnir eru, getum við ekki tjáð okkur um efni málsins,“ sagði talsmaður utanríkisráðuneytisins í Íran.
Stjórnvöldum í Kenía hefur ekki tekist að auðkenna mennina tvo, en mennirnir vísuðu lögreglu á efni sem talið er vera hráefni í sprengju.
Bandaríska sendiráðið í Kenía varaði við því að að hryðjuverkaárás væri yfirvofandi í Mombasa, en borgin er næst fjölmennasta borgin í Kenía.
Bandaríska sendiráðið hefur tilkynnt að öllum starfsmönnum bandaríska ríkisins verði bannað að ferðast til Mombasa á næstu vikum, en franska sendiráðið í Nairobi varaði einnig franska ríkisborgara við því að ferðast til borgarinnar.