Fórnarlamb kanadíska brjálæðingsins borið til grafar

Luka Rocco Magnotta fluttur til Kanada eftir að hafa stungið …
Luka Rocco Magnotta fluttur til Kanada eftir að hafa stungið af til Evrópu. AFP

Fjölskylda kínverska nemans sem Luka Rocco Magnotta drap og bútaði niður, fylgdi honum til grafar í Montreal í dag. Þau segja hann hafa verið elskulegan dreng og góðan ungan mann.

Luka Rocco Magnotta er sakaður um að hafa stungið hinn 33 ára Lin Jun til bana með ísnál. Einnig að hafa níðst kynferðislega á líki hans, skorið lík hans í sundur og tekið allt saman upp á myndband. Hann sendi svo líkamshlutana í pósti til skóla og skrifstofa stjórnmálaflokka.

Magnotta er þrítugur og hefur verið kallaður „kanadíski brjálæðingurinn“. Hann  hefur leikið í klámmyndum og verið í vændi.

Faðir Lins og systir voru viðstödd útförina en móðir hans treysti sér ekki til þess. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér sagðist hún fegin því að sonur sinn gæti loks fengið hvíldina, í landinu sem hann elskaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert