Brotthvarf Grikklands viðráðanlegt

Evrópusambandið
Evrópusambandið AFP

Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, sem fer fyrir fjármálaráðherrum evruríkjanna, segir að brotthvarf Grikklands af evrusvæðinu sé viðráðanlegt en ekki óskastöðuna. Þetta kemur fram í viðtali við Juncker á þýsku sjónvarpsrásinni WDR í dag.

Segir hann að ef Grikkland yfirgefi evrusvæðið geti það þýtt áhættu fyrir allan almenning í Grikklandi.

Ríkisstjórn Grikklands þarf að skera niður um 11,5 milljarða evra á næstu tveimur árum til þess að fá 130 milljarða evra lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu. Er það annar lánapakkinn sem ríkið fær á tveimur árum.

Fjármálaráðherra Grikklands, Yannis Stournaras, segir að ekki hafi enn tekist að ná samkomulagi innan ríkisstjórnarinnar um niðurskurðinn að öllu leyti en unnið verði að fjárlagagerðinni út mánuðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert