New York Times styður Obama

AFP

Bandaríska dagblaðið The New York Times hefur lýst stuðningi við Barack Obama í komandi forsetakosningum.

Blaðið segir að ástæðan sé m.a. sú að Obama hafi náð að koma í gegn endurbótum á heilbrigðiskerfi landsins sem séu þær viðamestu í Bandaríkjunum síðan 1965. Obama hafi jafnframt komið í veg fyrir að „kreppan mikla“ endurtæki sig í landinu og hann hafi jafnframt stöðvað stríðsrekstur bandarísku þjóðarinnar í Írak.

Blaðið segist vonast til þess að forsetinn nái endurkjöri og að Bandaríkjaþing nái að endurnýja sig. Þörf sé á því svo þingið geti unnið að málum sem skipta landsmenn máli.

Forsetakosningarnar fara fram hinn 6. nóvember nk. og stendur valið á milli Obama og Mitts Romneys, forsetaefnis repúblikana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert