Kýpverjar reyna á þolinmæði Merkel

Angela Merkel
Angela Merkel AFP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, varar kýpverska ráðamenn við því að að taka sér of langan tíma við ákvörðun sína um það hvort landið muni þiggja lán Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Jafnframt kvartar hún undan því að kýpversk stjórnvöld hafi ekki haft samband við þessa aðila í nokkra daga og því óljóst hvar hugur Kýpverja stæði gagnvart lánatilboðinu.

Forsenda fyrir rúmlega 10 milljarða evra láni er sú að að kýpversk stjórnvöld safni einnig 5,8 milljörðum evra í björgunarsjóð landsins. Skattur á innistæður landsmanna var felldur í vikunni en hann var hluti af tillögum um að fjármagna hluta Kýpverja í samningnum.

Merkel staðfesti jafnframt að tillögu kýpverskra stjórnvalda um að sækja peningana í lífeyrissjóði landsmanna, hefði verið hafnað. „Evrópusambandið má hvergi hvika frá sinni grundvallarstefnu,“ segir Merkel. 

AFP segir frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert