Norður-Kórea samþykkir árás

Stjórnvöld í Norður-Kóreu afgreiddu í kvöld lokasamþykkt fyrir „miskunnarlausri“ árás á Bandarísk skotmörk og að jafnvel verði beitt í slíkri árás kjarnorkuvopnum. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá Norður-Kóreu í kvöld sem lesin var upp í ríkissjónvarpi landsins.

Í yfirlýsingunni kom fram að árásin yrði viðbrögð Norður-Kóreu við hótunum Bandaríkjamanna að undanförnu. Farið hafi verið rækilega yfir aðgerðina og hún samþykkt.   Þá sagði að stríð glæti brotist úr á Kóreuskaga í dag eða á morgun.

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert