Sýrlandsher þrengir að uppreisnarmönnum

Sýrlenski stjórnarherinn náði í dag á sitt vald þorpunum Dumayana, Haidariyeh og Esh al-Warwar sem öll eru í nágrenni borgarinnar Homs. Aðgerðirnar hafa hernaðarlegt mikilvægi þar sem stjórnarherinn getur með þeim skorið á birgðaflutninga til uppreisnarmanna í bænum Quasyr.

Undanfarið hafa harðir bardagar farið fram milli uppreisnarmanna og hersveita Bashar al-Assad Sýrlandsforseta við Quasyr. Þorpið Dumayana er í um 8 km fjarlægð og þrengir því verulega að uppreisnarmönnum með aðgerðum hersins í dag.

Bresku samtökin Syrian Observatory for Human Rights sögðust um helgina áætla að yfir 80.000 manns hafi látið lífið í Sýrlandi síðan átökin hófust. Meira en milljón Sýrlendinga hafa flúið landið og hafast við sem flóttamenn í nágrannalöndunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert