Beittu táragasi á mótmælendur

Lögreglan í Tyrklandi hefur í dag beitt táragasi á mótmælendur í borginni Ankara. Í gær voru umfangsmikil mótmæli í Istanbul og hörfaði lögreglan í gærkvöldi af torginu sem var miðpunktur mótmælanna. Í dag hefur mannfjöldinn aftur safnast saman á torginu en einnig í á fimmta tug annarra borga í Tyrklandi.

Mörg hundruð mótmælendur í eru nú í miðborg Ankara. Þar hefur lögreglan gripið til táragass og vatns til að reyna að tvístra hópnum sem var á leið að skrifstofu forsætisráðherrans, Tayyip Erdogan.

Í gær voru um 1.000 mótmælendur handteknir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert