Táragasi beitt í Ankara

Tyrkneskir óreiðalögreglumenn beittu táragasi til að stöðva mótmælagöngu um 100 háskólanema í höfuðborginni Ankara í dag. Hópurinn mótmælti því að verið væri að fjarlægja tré af lóð háskólans í tengslum við afar umdeildar vegaframkvæmdir á svæðinu.

Háskólasamtökin Genc-Der, sem eru vinstrisinnuð samtök er skipulögðu mótmælin, segja að 26 hafi verið handteknir er þeir reyndu að ganga að háskólalóð Tækniháskóla Mið-Austurlanda í miðborg Ankara. 

Mótmælendurnir reyndu að gróðursetja tré í garðinum fyrir framan opinbera byggingu. Lögreglumenn komu hins vegar í veg fyrir það. 

Mótmæli hafa brotist út með reglulegu millibili í höfuðborginni og í öðrum tyrkneskum borgum þar sem fólk hefur komið saman til að mótmæla vegagerðinni, en tilgangurinn með henni er að draga úr umferðarteppu í tyrkneskum höfuðborginni. 

Recep Tayyip Erdoga, forsætisráðherra Tyrklands, hefur fordæmt þá sem hafa staðið að og tekið þátt í mótmælunum, en hann segir að þeir séu ekkert annað en bófar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert