Erdogan vísar gagnrýni á bug

Frá mótmælunum í Tyrklandi
Frá mótmælunum í Tyrklandi AFP

Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, vísar gagnrýni stjórnvalda í Evrópu á hvernig tekist hefur verið á við mótmæli í Tyrklandi á bug. Hann segir að samskonar mótmælum í löndum Evrópusambandsins yrði mætt af meiri hörku en gert hefur verið í Tyrklandi.

Miklar óeirðir hafa verið í Tyrklandi undanfarna viku, en til þeirra skapaðist þegar breyta átti garði í Istanbúl.

Til átaka kom í gærkvöld í Gazi-hverfi, einu úthverfa Istanbúl. Mótmælendur köstuðu grjóti að lögreglu sem svaraði með reyksprengjum.

Hundruð mótmælenda dvelja enn á Taksim torgi og er von á fleirum um helgina.

Tilefni ummæla Erdogans féllu í kjölfar þess að Stefan Fuele, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, sagði sambandið ekki hafa gefið umsókn Tyrklands upp á bátinn, en að landið yrði að tryggja frelsi og grundvallarréttindi borgaranna.

BBC segir frá

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert