Þúsundir á götum úti í Tyrklandi

Mörg þúsund Tyrkir mótmæla á götum tyrklands. Mótmælin beinast gegn Tayyip Erdogan, forsætisráðherra landsins. Mótmælin ganga þvert á óskir forsætisráðherrans, sem kallaði eftir að íbúar landsins sýni stillingu. Óeirðirnar eru þær verstu á tíu ára valdaferli forsætisráðherrans.

Mótmælendur hafa streymt inn á Taksim torg í Istanbúl með mat og teppi með það fyrir augunum að dvelja þar yfir helgina. Þessi hópur bætist við ört vaxandi tjaldbúðir mótmælenda sem fyrir eru á torginu.

Erdogan kallaði í gær eftir því að látið yrði af mótmælunum án tafar, og sagði ríkisstjórn sína tilbúna að skoða lýðræðiskröfur mótmælenda, en sagði mótmælin jaðra við að vera spellvirki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert