Fjórir látist í mótmælunum í Tyrklandi

Mótmælt í Ankara.
Mótmælt í Ankara. AFP

Tyrkneski forsætisráðherrann Recep Tayyip Erdogan segir að þrír mótmælendur og einn lögreglumaður hafi fallið í mótmælunum sem staðið hafa yfir í landinu í tvær vikur. Mótmælin hófust vegna byggingar verslunarmiðstöðvar í almenningsgarði en hafa snúist upp í andóf gegn ríkisstjórn landsins.

„Þrjú ungmenni og einn lögreglumaður hefur týnt lífi,“ sagði forsætisráðherrann í dag. Hingað til hefur aðeins komið fram að þrír hafi látist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert