Franskir bændur brjóta egg

Eggjarauðan lak þegar bændur í Frakklandi brutu 140.000 egg úti á götu fyrir utan skattstofu í Bretaníu. Hinar dramatísku aðgerðir hafa verið endurteknar daglega í nokkra daga, í mótmælaskyni yfir lágu verði á eggjum.

Bændurnir hóta því að halda áfram að brjóta 100.000 egg á dag þar til eitthvað verður að gert. Það nemur að þeirra sögn um 5% af daglegri eggjaframleiðslu héraðsins.

Krafa bændanna er sú að heildareggjaframleiðsla landsins verði minnkuð um 5% til að stuðla að hærra vöruverði. Kostnaður þeirra við framleiðsluna hefur hækkað, að hluta vegna nýrra reglna Evrópusambandsins um velferð dýra sem krefjast þess að hænurnar séu geymdar í stærri búrum.

Bændurnir segjast fá 75 evrusent greidd fyrir hvert kíló af eggjum, en að framleiðslan kosti 95 evrusent á kílóið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert