Kerry: Sýrlenski herinn beitti taugagasinu sarín

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, (annar frá vinstri) sést hér funda …
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, (annar frá vinstri) sést hér funda með Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, og öðrum ráðamönnum. AFP

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að bandarísk yfirvöld hafi beinar sannanir fyrir því að taugagasið sarín hafi verið notað í efnavopnaárás sýrlenskra hersveita á saklausa borgara fyrir 10 dögum. Kerry hvetur Bandaríkjaþing til að heimila hernaðaríhlutun í Sýrlandi.

Kerry segir að greining á hár- og blóðsýnum sem bandarísk yfirvöld fengu í hendur frá viðbragðsaðilum á vettvangi sanni að saríngas hafi verið notað. 

Þetta sagði ráðherrann í samtali við CNN- og NBC-sjónvarpsstöðvarnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert