Flóttamannastraumurinn hefur tvöfaldast

Yfir tvær milljónir Sýrlendinga eru á flótta en fjöldi sýrlenskra flóttamanna hefur tvöfaldast á síðustu sex mánuðum, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum.

Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að rúmlega 700 þúsund Sýrlendingar hafi flúið til Líbanon og ef horft er til þjóðerna þá er engin þjóð jafn fjölmenn í hópi flóttamanna og Sýrlendingar.

Frakkar og Bandaríkjamenn hvetja nú önnur vestræn ríki til þess að taka þátt í hernaðaraðgerðum gegn sýrlenskum yfirvöldum. Verður möguleg innrás rædd í bandarískri þingnefnd í dag en væntanlega verða ekki greidd atkvæði um innrás á Bandaríkjaþingi fyrr en í næstu viku þar sem þingmenn eru í sumarleyfi.

Samkvæmt upplýsingum frá flóttamannaaðstoð SÞ er stöðugur straumur kvenna, barna og karla yfir landamærin. Í mörgum tilvikum er fólkið ekki með neitt annað í farteskinu en lítinn fatapinkil á bakinu. Um það bil helmingur flóttamannanna eru börn og eru 75% þeirra undir 11 ára aldri.

Sýrlenskir flóttamenn við komuna til Tyrklands
Sýrlenskir flóttamenn við komuna til Tyrklands AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Gastro truck/veitingabíll
Til sölu ný standsettur veitingabíl með gas-grillpönnu, gas-grillofn, rafmagns p...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...