14 árásir rannskaðar af SÞ

AFP

Rannsóknarteymi á vegum Sameinuðu þjóðanna rannsakar nú fjórtán árásir þar sem talið var að efnavopnum hefði verið beitt í Sýrlandi. Ekki hefur verið hægt að finna út hvort stjórnarherinn eða uppreisnarmenn stóðu á bak við árásirnar.

Paulo Sergio Pinheiro, sem fer fyrir rannsóknarnefndinni sem starfar á vegum mannréttindaráðs SÞ, segir að enn hafi ekki tekist að finna út úr því hver stendur á bak við árásirnar en nefndin hefur starfað í Sýrlandi frá því í september 2012. Rannsakar nefndin mannréttindabrot í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka