Pútín tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels

Vladímír Pútín
Vladímír Pútín AFP

Samtökin „International Academy of Spiritual Unity and Cooperation of Peoples of the World“ hafa tilnefnt Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, til friðarverðlauna Nóbels.

Í tilnefningu sinni skauta samtökin framhjá þeirri staðreynd að Rússland hafi verið aðalvopnabirgi Sýrlandsstjórnar í átökum þeirra við uppreisnarmenn, en segja hann hafa með virkum hætti hvatt til friðsamlegra úrlausna deilna víðs vegar um heiminn.

Samtökin telja heldur ekki ástæðu til að nefna þann þátt sem forsetinn átti í stríðinu í Georgíu eða harkalegu framferði Rússlandshers í Téténíu, heldur benda á að hann hafi komið í veg fyrir loftárásir Bandaríkjamanna í Sýrlandi vegna meinta efnavopnaárása stjórnvalda.

Samtökin eru á lista yfir þau samtök sem geta tilnefnt til friðarverðlauna Nóbels.

The Independent segir frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert