Réðust gegn samkomu samkynhneigðra

Samkynhneigð er hitamál í Rússlandi
Samkynhneigð er hitamál í Rússlandi AFP

Tugir Orthodox-mótmælenda veittust að samkomu samkynhneigðra í St. Pétursborg í dag. 20 baráttumenn fyrir réttindum samkynhneigðra söfnuðust saman í miðborg borgarinnar og hrópuðu slagorð þar sem hvatt var til umburðarlyndis í garð þeirra.

Samkoman hlaut skjótan endi þegar um 50 Orthodox-mótmælendur réðust að samkomunni. Lögregla gekk í milli og handtók 20 manns úr báðum fylkingum.

Réttindi samkynhneigðra í Rússlandi hafa verið mikið í deiglunni undanfarið, en samkynhneigð var álitin glæpur fram til 1993 og geðsjúkdómur til 1999. 

Í júní á þessu ári samþykkti rússneska þingið lög gegn „samkynhneigðum áróðri.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert