Uppbyggingunni ekki lokið

Í gær var ár liðið síðan fellibylurinn Sandy gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna. Sumir íbúa New York og New Jersey voru án rafmagns og rennandi vatns í marga mánuði og víða er uppbyggingu ekki lokið.

Breezy Point í New York er einn af þessum stöðum, en hluti bæjarins var undir þremur metrum af vatni eftir óveðrið. Um 2.500 heimili eru á svæðinu en að sögn slökkviliðsmanns voru ekki fleiri en fimm heimili sem sluppu óskemmd eftir Sandy.

Sandy er versta óveður sem hefur gengið yfir Bandaríkin frá því fellibylurinn Katrín reið þar yfir árið 2005. 117 létu lífið í óveðrinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert