152 milljónir duga kónginum ekki

Albert II, fyrrum konungur Belgíu, afsalaði sér krúnunni í sumar.
Albert II, fyrrum konungur Belgíu, afsalaði sér krúnunni í sumar. AFP

Albert II, fyrrum konungur Belgíu sem afsalaði sér krúnunni í sumar, segir að styrkur hans frá ríkinu að upphæð 152 milljónum á ári dugi honum ekki. Þarf hann að komast af með rúma 12 og hálfa milljón á mánuði sem dugi ekki.

Albert sat í 20 ár á valdastóli og naut þá nokkuð betri kjara. Fyrir utan styrkinn sem Albert fær frá ríkinu, nýtur hann einnig aðstoðar tíu aðstoðarmanna. Nokkrir möguleikar hafa verið kannaðir til að aðstoða Albert og meðal annars að herinn taki hugsanlega að sér rekstur lystisnekkju hans.

Sonur Alberts, Filippus, tók við sem konungur landsins þann 21. júlí í sumar. Albert faðir hans er 79 ára gamall.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert