42% segjast styðja Ford

Rob Ford borgarstjóri í Toranto.
Rob Ford borgarstjóri í Toranto. GEOFF ROBINS

Þó að upplýst hafi verið að Rob Ford, borgarstjóri í Toranto í Kanada, hafi reykt krakk og borgarstjórnin hafi svipt hann nær öllum völdum, nýtur hann enn mikils stuðnings meðal borgarbúa. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun segjast 42% kjósenda styðja borgarstjórann.

Þetta er svipuð niðurstaða og kom fram í könnun sem gerð var fyrir tveimur vikum. Það virðist því lítil áhrif hafa á fylgi borgarstjórans þó að hann hafi viðurkennt fíkniefnaneyslu og viðurkennt að hann eigi við áfengisvanda að stríða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert