Lést í kjölfar drykkjuleiks

Mikið hefur verið fjallað um drykkjuleikinn í fjölmiðlum, m.a. í …
Mikið hefur verið fjallað um drykkjuleikinn í fjölmiðlum, m.a. í Ástralíu.

Breska lögreglan rannsakar hvort dauði ungs Breta tengist drykkjuleiknum Neknomination sem spilaður er á netinu. Maðurinn var 29 ára og lést um helgina.

Lögregla og sjúkraflutningamenn voru kölluð að húsi í Rumney í Cardiff snemma á sunnudagsmorgunn vegna manns sem hafði misst meðvitund eftir að hafa tekið þátt í drykkjuleiknum.

Í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar um málið segir að leikurinn gangi út á það að taka sjálfan sig upp á myndband að drekka ýmsar tegundir og mikið magn af áfengi og framkvæma ýmsar áskoranir. Svo eru þeir sem „skara þykja fram úr“ tilnefndir til áframhaldandi þátttöku í leiknum. 

Talsmaður lögreglunnar í Suður-Wales segir að verið sé að rannsaka andlátið í tengslum við drykkjuleikinn. 

Talið er að leikurinn Neknomination (neck and nomination) eigi rætur að rekja til Ástralíu. Þaðan hefur hann breiðst hratt út með hjálp samfélagsmiðla.

Í leiknum eru þátttakendur hvattir til að reyna að drekka andstæðinga sína undir borðið. Þátttakendur sjást á myndskeiðunum drekka áfengi og jafnvel borða hundamat, vélaolíu og lifandi gullfiska, segir í frétt Sky.

Fyrr í þessum mánuði lést írskur unglingur í kjölfar þess að spila leikinn. Hann er talinn hafa stokkið út í á. Aðeins fáum dögum áður lést plötusnúðurinn Ross Cummins, 22 ára, eftir að spila leikinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert