Segja vesturveldin ábyrg

Ungur mótmælandi fylgist með átökunum fyrir utan úkraínska þingið í …
Ungur mótmælandi fylgist með átökunum fyrir utan úkraínska þingið í dag. AFP

Rússnesk stjórnvöld kenndu í dag stefnu vestrænna þjóða um átökin milli Evrópusinna og lögreglu í Kíev, höfuðborg Úkraínu, síðustu daga.

„Það sem er að gerast er bein afleiðing þegjandi samþykkis vestrænna stjórnmálamanna og evrópskra stofnana, sem hafa lokað augunum fyrir agressívum aðgerðum úkraínskra öfgaafla frá byrjun krísunnar,“ sagði í tilkynningu rússneska utanríkisráðuneytisins.

„Stjórnarandstaðan hefur ekki lengur stjórn á ástandinu innan sinna raða,“ sagði ennfremur í tilkynningunni en þar voru mótmælendur sakaðir um að kasta grjóti að lögreglu, kveikja í bifreiðum og valda skemmdum á lyfjaverslun og höfuðstöðvum flokks forsetans, Viktors Janúkóvítsj.

„Við sjáum ekki bara augljós brot á lögum heldur gegn almennri skynsemi.“

Samkvæmt sjúkraliðum hafa þrír látið lífið og fjöldi særst í átökum í Kíev það sem af er degi. Þá segir innanríkisráðuneyti Úkraínu að 37 lögreglumenn hafi særst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert