Snýr baki við Úkraínu

Eldfimt ástand er á Krímskaga.
Eldfimt ástand er á Krímskaga. ALEXEY FURMAN

Denis Berezovsky, yfirmaður úkraínska flotans, hefur snúið baki við stjórnvöldum í Úkraínu og hyggst fylgja tilskipunum stjórnvalda á Krímskaga, sem eru á bandi Rússa.

Oleksandr Turchynov, settur forseti Úkraínu til bráðabirgða, skipaði Berezovsky í embættið skömmu eftir að Viktor Janúkovítsj hrökklaðist úr embætti forsætisráðherra landsins og ný stjórn tók við.

Í dag tilkynnti hann ákvörðun sína í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Hann var þá staddur í bækistöðvum Rússa á Krímskaga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert