295 manna enn saknað

Björgunaraðgerðin við ferjuna í Suður-Kóreu sem sökk við strendur landsins er gríðarlega umfangsmikil. Að minnsta kosti tveir eru látnir en um 300 er saknað. Flestir af þeim 459 sem voru um borð voru framhaldsskólanemar á leið í páskafrí. Strandgæslan segir að 164 hafi verið bjargað og 295 sé enn saknað.

Um borð í ferjunni voru einnig 150 farartæki. Ferjan var á leið til eyjunnar Jeju. Neyðarkall barst kl. 1 í nótt að íslenskum tíma en þá var ferjan tekin að halla verulega. Skömmu síðar hvolfdi henni og fór hún strax að sökkva. Um 95% ferjunnar er nú á kafi.

Enn er ekkert vitað um orsök slyssins. Einn sjónarvottur segir í samtali við YTN-sjónvarpsstöðina að fyrst hafi heyrst hávært hljóð. Svo hafi ferjan farið að sökkva.

Frétt mbl.is: Hátt í 300 farþega sakna

Strandgæslan við ferjuna í morgun. Hún er nú að mestu …
Strandgæslan við ferjuna í morgun. Hún er nú að mestu leyti sokkin í sæ. AFP
Suður-kóreska strandgæslan að störfum í morgun.
Suður-kóreska strandgæslan að störfum í morgun. AFP
Ferjan fór að halla mikið en hvolfdi svo. Hún er …
Ferjan fór að halla mikið en hvolfdi svo. Hún er nú nær alveg sokkin. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert