Georg fór í dýragarð

DAVID GRAY

Sonur Vilhjálms Bretaprins og Katrínar hertogaynju, Georg, fór í dag, páskadag, í sína fyrstu heimsókn í dýragarð. Eftir að hafa sótt guðsþjónustu í biskupakirkjunni í Sydney í Ástralíu í morgun lögðu þau leið sína í Taronga-dýragarðinn.

Þúsundir manna biðu í röðum eftir að fá að berja þau augum en dýragarðinum var hins vegar lokað á meðan Georg og foreldrarnir skoðuðu sig þar um, eftir því sem fram kemur í frétt USA Today.

Georg, sem er átta mánaða gamall, er í opinberri heimsókn ásamt foreldrum sínum í Eyjaálfu. Fyrst fóru þau í heimsókn til Nýja-Sjálands en síðan var förinni heitið til Ástralíu.

DAVID GRAY
DAVID GRAY
DAVID GRAY
DAVID GRAY
DAVID GRAY
DAVID GRAY
DAVID GRAY
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert