Þjóðarsorg lýst yfir í Úkraínu

Lýst hefur verið yfir tveggja daga þjóðarsorg í Úkraínu
Lýst hefur verið yfir tveggja daga þjóðarsorg í Úkraínu AFP

Oleksandr Túrtsjínov, forseti Úkraínu, lýsti í dag yfir tveggja daga þjóðarsorg í landinu. Fleiri en 50 manns féllu í átökunum í landinu í gær.

Ekki hafa jafn margir fallið í átökum í landingu á einum degi í marga mánuði. „Annar maí var sorglegur dagur fyrir Úkraínu,“ sagði Túrtsjínov í tilkynningu í dag. 

Að minnsta­kosti 42 manns létu lífið lífið í elds­voða í stjórn­ar­bygg­ingu í borg­inni Odessa í suðvest­ur­hluta Úkraínu í gær.

Til átaka kom á milli aðskilnaðarsinna, sem styðja rúss­nesk stjórn­völd, og stuðnings­manna úkraínsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en leik­ar enduðu með fyrr­greind­um af­leiðing­um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert