Spánarkonungur lætur af völdum

Jóhann Karl Spánarkonungur ásamt Sofiu drottningu auk barnabarna
Jóhann Karl Spánarkonungur ásamt Sofiu drottningu auk barnabarna AFP

Jóhann Karl Spánarkonungur hefur ákveðið að láta af völdum, að sögn forsætisráðherra Spánar sem tilkynnti þessa ákvörðun konungs rétt í þessu.

Það er sonur hans, Felipe krónprins, sem tekur við konungstigninni, að sögn Marianos Rajoys forsætisráðherra.

Í janúar var birt skoðanakönnun þar sem kom fram að yfir 60% Spánverja vildu að Spánarkonungur segði af sér og rétt tæplega helmingur sagðist styðja konungsveldið.

66% sögðust jákvæð í garð krónprinsins, Felipes, og 56% sögðust hafa trú á því að hann gæti bætt ímynd konungsfjölskyldunnar, sem þykir hafa beðið hnekki, m.a. vegna kostnaðarsamrar veiðiferðar sem Juan Carlos fór til Bótsvana árið 2012, á sama tíma og efnahagur Spánar var í rúst. Konungurinn hefur átt við veikindi að stríða undanfarin ár.

Jóhanni Karli Spánarkonungi, sem orðinn er 76 ára gamall, hefur verið eignaður heiðurinn af því að stýra Spáni á braut lýðræðis eftir dauða einræðisherrans Franciscos Francos árið 1975. Það er meginástæðan fyrir því að Spánverjar hafa fylkt liði að baki konunginum og varið hann fyrir gagnrýni. Hann hefur notið stuðnings fjölmiðla, stjórnmálamanna, stéttarfélaga og kirkjunnar. Haft hefur verið á orði að meira að segja þeir, sem litu á hann sem dýrasta atvinnuleysingja landsins, hafi haldið aftur af sér.

Jóhann Karl Spánarkonungur ásamt Cristina dóttur sinni.
Jóhann Karl Spánarkonungur ásamt Cristina dóttur sinni. AFP
Felipe krónprins og eiginkona hans, Letizia
Felipe krónprins og eiginkona hans, Letizia AFP
Jóhann Karl og eiginkona hans Sofia.
Jóhann Karl og eiginkona hans Sofia. -
Frans páfi ásamt spænsku konungshjónunum.
Frans páfi ásamt spænsku konungshjónunum. AFP
Spænsku konungshjónin.
Spænsku konungshjónin. AFP
Barnabarn konungshjónanna Leonor ásamt afa sínum, Jóhanni Karli og ömmu, …
Barnabarn konungshjónanna Leonor ásamt afa sínum, Jóhanni Karli og ömmu, Sofiu. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert