Skildi hann barnið eftir í bílnum viljandi?

Justin Ross Harris
Justin Ross Harris

Bandarískur maður sem skildi ungabarnið sitt eftir í aftursætinu á bílnum sínum í steikjandi hita, með þeim afleiðingum að það lést, sætir nú rannsókn lögreglu. Telur lögreglan sig hafa sannanir fyrir því að um viljaverk hafi verið að ræða. 

Justin Ross Harris ætlaði að aka syni sínum á leikskólann og halda svo til vinnu. Hann gleymdi hins vegar að fara með hann á leikskólann og hélt beint til vinnu. Þar var litli drengurinn lokaður inni í bílnum í 7 klukkustundir í meira en 32 stiga hita. 

Þegar lögreglan fór að rannsaka málið komst hún að því að Harris hafði nokkrum dögum áður leitað á netinu að því hversu mikinn hita þarf til þess að það sé lífshættulegt að skilja börn eftir í bíl. Harris sagði í yfirheyrslu að hann hafi haft raunverulegar áhyggjur af hitanum, og þess vegna hafi hann leitað að þessum upplýsingum nokkrum dögum áður. Dauði sonarins hafi hins vegar verið slys. 

Önnur ábending barst lögreglunni um að Harris hafi farið út í bílinn sinn í hádeginu til þess að ná í einhvern hlut, en hafi samt ekki tekið eftir syninum í bílnum. Styrkir þetta kenningu lögreglu um að um viljaverk hafi verið að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert