Sjöunda líkið fannst í rústunum

Sjöunda líkið fannst í morgun í rústum fjölbýlishúss sem hrundi í sprengingu í úthverfi Parísarborgar í gærmorgun. 

Yfirvöld segja að allt bendi til þess að sprenginguna megi rekja til gasleka en húsið, sem er í Rosny-sous-Bois, er nokkurra áratuga gamalt. Eins er enn saknað en ellefu slösuðust í sprengingunni. 

Meðal þeirra sem létust er móðir og tveir synir hennar á unglingsaldri. Tíu ára drengur og þrír fullorðnir íbúar hússins létust einnig. 

Franskir fjölmiðlar greina frá því að húsið hafi nánast rifnað í tvennt þegar sprengingin varð um sjöleytið í gærmorgun. 

Sex látnir í París

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert