Hertogahjónin „gífurlega spennt“

Vilhjálmur Bretaprins heimsótti Oxford-háskóla fyrr í dag eins og fram kemur á fréttavef BBC en þar var hann spurður út í líðan konu sinnar sem gengur nú með annað barn þeirra hjóna. Komst hann svo að orði að liðnir dagar hefðu verið mjög erfiðir en hertogaynjan hefði það ágætt miðað við aðstæður. Tjáði hann blaðamönnum einnig að þótt þungunin væri skammt á veg komin væru þetta frábærar fréttir og þau væru „gífurlega spennt.“

Áætlað var að Katrín hertogaynja af Cambridge fylgdi eiginmanni sínum eftir í heimsóknina í Oxford-háskóla en morgunógleðin varð henni fjötur um fót og tilkynnti var að hún yrði því ekki viðstödd eins og ráðgert hefði verið.

Katrín ætti að þekkja þennan fylgifisk þungunar vel enda var hún mjög illa haldin er hún gekk með Georg prins og var af þeim sökum lögð inn á spítala í desember 2012. 

Prinsinn hughreysti þó velvildarmenn Katrínar í lokin og sagði þess ekki lengi að bíða að hún yrði komin yfir versta hjalla morgunógleðinnar eða einungis nokkrar vikur. 

Vilhjálmur bretaprins og Katrín hertogaynja með nýfæddan Georg prins. Nú …
Vilhjálmur bretaprins og Katrín hertogaynja með nýfæddan Georg prins. Nú eiga þau von á öðru barni sínu og eru að vonum ánægð með það. AFP
Katrín hertogaynja þjáist af mikilli morgunógleði um þessar mundir.
Katrín hertogaynja þjáist af mikilli morgunógleði um þessar mundir. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert