Katrín ekki komin 12 vikur

Katrín Middleton, með Georg, son þeirra Vilhjálms.
Katrín Middleton, með Georg, son þeirra Vilhjálms. AFP

Katrín hertogaynja er ekki gengin tólf vikur með annað barn sitt. Þetta segir fjölmiðlafulltrúi bresku hirðarinnar, Peter Hunt, í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC. Hún þjáist af alvarlegri morgunógleði, líkt og á fyrstu meðgöngu sinni, og er nú undir eftirliti lækna.

Tilkynning um þungun Katrínar barst í morgun en nú, líkt og í fyrra  skiptið, tilkynna hjónin þungun áður en tólf vikur eru liðnar af meðgöngunni. Kemur það til vegna veikinda Katrínar, en hún mun ekki taka þátt í dagskrá hjónanna af fullum krafti næstu daga.

Annað barn hjónanna verður fjórða í röðinni að krúnunni og færist Harry því niður í fimmta sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka